Fjölgun í stýrihóp um Bakkafjöruhöfn
9. október, 2007

Ákveðið hefur verið að fjölga í stýrihóp vegna undirbúnings hönnunar og framkvæmda við gerð Bakkafjöruhafnar, en bréf þess eðlis var tekið fyrir á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í hádeginu í gær. Þeir aðilar sem um ræðir eru Elliði Vignisson bæjarstjóri og Róbert Marshall, aðstoðarmaður samgönguráðherra. Formaður stýrihópsins er Eiríkur Bjarnason verkfræðingur í samgönguráðuneytinu og fyrir í hópnum sátu Sigurður Áss Grétarsson, forstöðumaður hafnarsviðs Siglingastofnunnar og Hreinn Haraldsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar.

 

 Í þessu sama bréfi kemur auk þess fram að miðað sé við að ný ferja komi til með að sigla milli lands og Eyja haustið 2010. Bæjarráð samþykkti ekki þá breytingu, en hingað til hefur verið rætt um að ferjan hefji siglingar vorið 2010, var því beint til bæjarstjóra að koma þessu til skila við stýrihópinn.
 
Innan fárra daga kemur bæjarráð til með að leggja fram formlegar óskir og kröfur heimamanna um gerð ferjunnar, aðbúnað farþega, verðskrá, fjölda ferða og fleira.

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst