Það er athyglisvert að áður en framkvæmdir hefjast við Bakkafjöru skuli vera búið að fresta því hvenær siglingar ferjunnar skuli hefjast. Er það ekki svolítið bagalegt að tafir verði á framkvæmd áður en hún hefst?
Ég hef séð á bloggsíðum tveggja Eyjamanna könnun þar sem spurt er um afstöðu fólks til Bakkafjöru. Á síðu Grétars Ómars, er spurt hvort ferjulægi við Bakkafjöru sé góður kostur. Tæplega 65% segja svo sé. 31% vilja nýtt og hraðskreiðara skip. Sjálfur hefur Grétar frekar talað fyrir Bakkafjöru en á móti.
Aftur á móti er Georg Arnarsson formaður bæjarmálafélags Frjálslynda hér í bæ einnig með bloggsíðu og spurningu um Bakkafjöru. Þar er einfaldlega spurt: Bakkafjara, já eða nei? Þar segja tæp 48% já, rúm 52% nei. Sjálfur finnur Georg Bakkafjöru allt til foráttu.
Athyglisvert hvernig þetta skiptist. Sjálfur hef ég ekki orðið var við mikil mótmæli vegna Bakkafjöru.
Fólk virðist treysta vísindamönnunum…
http://svenko.blog.is/blog/svenko/
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst