Á fjölmennum fundi stofnfjáreigenda í Sparisjóði Vestmannaeyja sem haldinn var 9. október 2007 var samþykkt tillaga stjórnar Sparisjóðsins um að auka stofnfé um allt að 1.000 millj. kr. þar af verði 350 millj. kr. boðnar út fyrir n.k. áramót til núverandi stofnfjáreigenda.
Felld var tillaga um að bæjarstjórn Vestmannaeyja hætti að tilnefna menn í stjórn Sparisjóðsins.
Vestmannaeyjum, 9. október 2007.
Stjórn Sparisjóðs Vestmannaeyja.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst