Í nótt klukkan 03:00 barst útkall á áhöfn björgunarbátsins Þór en Færeyskur fiskibátur sendi út neyðarkall er hann varð vélarvana. Báturinn var á reki um fjórar mílur milli Þjórsár og Stokkseyrar.
Björgunarbáturinn Þór fór frá bryggju innan við 10 mínútum eftir að útkall barst. Þegar Þór átti 10 sjómílur í bátinn þá fengu þeir þær upplýsingar að Sæberg frá Þorlákshöfn væri kominn á staðinn og það væri verið að kasta línu á milli. Eftir að staðfesting fékkst að Færeyski báturinn væri kominn í tog þá snéri Þór við en þá vorum um 6 sjómílur að bátnum. Þór kom svo til eyja aftur klukkan 06:00 í morgun.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst