Hamagangurinn í fjölmiðlum Íslands var svo ótrúlegur í gær að á tímabili hélt ég að Jesú Kristur væri stiginn niður af himnum.Það var ótrúlega gaman að fylgjast með þessu öllu. Sandkassaliðið stóð fyrir aftan leikskólastjórann og það var eins og að þeim hefði verið refsað með því að taka af þeim föturnar og skóflurnar.Nýi meirihlutinn stóð saman með svip eins og að fullt af nýju dóti hefði komið á leikskólann.
Annars var best þegar Bogi og Örvar þeirra Reykvíkinga létu í sér heyra í beinni útsendingu.Þá rann það upp fyrir mér að þetta var náttúrulega bara spaugstofan á ferð. Annars er ótrúlegt að heyra hvernig þetta fólk sem er í forsvari fyrir heila borg meðtekur mótstreymi.Hver er með þér,hver sagði þetta, hann sagði hitt,ertu með mér,ekki benda á mig.Þá sá ég að þetta er ekkert betur gefið né hæfara til daglegs lífs en við lesendur góðir.Svo er líka eftirtektarvert hversu lítið er í rauninni að gerast á landinu.Aumingja fréttamennirnir sem eru svona dags daglega að skrifa um ,daglegt líf í Reykjavík,hundur beit mann,keyrði á staur,Jón giftist Gunnu,eða álíka innantómt rugl,þarf loksins að taka til hendinni og fylgjast með svona farsa.Á meðan rennur bara allt ljúft í gegn hér á Eyjunni fögru.Í það minnsta erum við ekki að sligast í umferðaröngþveiti,né biðraðamenningu.
http://blog.central.is/bukollabaular
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst