Týnda eldgosið við Vestmannaeyjar
13. október, 2007

MIG langar til að minna hér á eldgos, sem varð á Vestmannaeyjasvæðinu á stríðsárunum. Þetta gos er ekki talið með þegar gerð er skrá yfir eldgos við Ísland. Þess vegna kalla ég það týnda gosið.
    Þetta gerðist á miðri vetrarvertíð árið 1941, sennilega í mars eða apríl. Það gerði suðaustan rok, eins og svo oft verður við Suðvesturland. Enginn bátur á sjó í Grindavík. Daginn eftir var lægðin gengin yfir og komið logn.

Þá kemur í ljós að stórir svartir flekkir af vikri eru á floti um allan sjó
    Þetta olli sumum bátum erfiðleikum vegna þess að fínn vikursalli stíflaði inntakið á kælivatninu fyrir velar bátanna. Ég heyrði marga vélamenn kvarta undan þessum vanda. Vikurinn rak á land, svo að allar fjörur voru fullar af honum. Þarna voru allar gerðir af vikri. Stórir svartir hnullungar úr grófum vikri og svo brúnir steinar úr miklu fíngerðari vikri og auk þess fíngerður salli af ýmsum litum, bæði svartur, ljósbrúnn og dökkur.
    Ég sagði Jóni Jónssyni jarðfræðingi frá þessu árið 1968. Hann skrifaði grein um þetta í Náttúrufræðinginn 38. árgang 1968: Vikurreki í Grindavík. Hann rakti staðina þar sem vikurinn rak á land og reyndist það vera frá Selvogi að Reykjanestá. Ástæðan fyrir því að hann gat rakið slóðina svo löngu seinna var sú, að árið eftir, 15. janúar 1942, gerði ofsaveður á Suðvesturlandi þegar saman fór mjög djúp lægð og stórstraumsflóð. Sjá: Vindhraðamet í Reykjavík í fárviðrinu 15. janúar 1942 eftir Flosa Hrafn Sigurðsson, Veðurstofu Íslands. Þessi grein gerði mér fært að tímasetja gosið.
    Þá gekk sjórinn á land miklu lengra en áður hafði gerst, svo að hann fleytti vikrinum langt inn á land svo að hægt er að finna vikurmola enn í dag þar sem þá var hæsta sjávarmál. Það má benda á að vikur finnst enn við veginn meðfram Húsafelli austan við Hraun í Grindavík. Þar myndaðist gríðarstórt lón ofan við sjávarkambinn, það náði upp undir Húsafell. Við vorum á skautum á þessu lóni í nokkra mánuði þar til það hvarf.
    Annar staður, sem enn finnst vikur á, er í nánd við veginn hjá Húsatóftum í Staðarhverfi. Efalaust má finna vikur miklu víðar ef vel er að gáð. Nú kemur spurningin: Hvaðan kom vikurinn?
    Jón Jónsson telur helst koma til greina neðansjávargos á svæðinu við Vestmannaeyjar.
    Þetta gos hefur verið mjög stutt, kannski aðeins ein vikurgusa, en gos hlýtur það að hafa verið. Vikurinn sannar það, þó engir séu sjónarvottar eða vitni. Vindurinn, suðaustan rokið, hefur fleytt vikrinum í þessa ákveðnu stefnu svo að hann finnst aðeins vestan Ölfusár.
    Jón lét rannsaka vikurinn og passer efnafræðin ekki við neitt eldgosasvæði á Íslandi. Athugið að þetta gerðist 42 árum fyrir Surtseyjargosið.
    Ég afhenti jarðfræðideild Háskólans sýnishorn af vikrinum.
    Það væri fróðlegt að vita hvort vikur frá síðari gosum við Eyjar sé af sömu gerð. Ég veit ekki hvort það hefur verið rannsakað. Ég vona samt að einhverjum jarðfræðingi finnist það þess virði að kanna það.
    Ég vona að þetta gos, sem áreiðanlega varð á vertíðinni 1941 við Vestmannaeyjar, verði viðurkennt sem staðreynd.
    Þetta sannar að gosin við Eyjar eru fleiri en áður var talið.
    Gosið 1941 ætti að vera talið með, þegar rætt verður um eldgos við Eyjar í framtíðinni.
    Þess er getið í frásögnum af upphafi Surtseyjargossins, að þar sem það hófst hafi verið „hóll á sjávarbotni, þar sem þorskveiði hafi yfirleitt verið afar góð”. Var þessi hóll þekktur fyrir 1940, eða eru þarna fundin verksummerki frá gosinu týnda frá árinu 1941. Það væri fróðlegt að fá svar við því!

Ísleifur Jónsson
Höfundur er verkfræðingur.

 

 

 

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 1 Tbl 2025
1. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst