Ríkiskaup auglýsa í dag í Morgunblaðinu eftir þáttakendum í forvali vegna útboðs á rekstri ferjusiglinga milli Vestmannaeyja og Bakkafjöru. Samkvæmt auglýsingunni er samningstíminn 15 ár. Ferjan skal vera fyrir 250 farþega og 45 bíla og hugsanlega er rekstur hafnar í Bakkafjöru innifalinn.
Auglýsinguna má lesa hér að neðan:
14336 – Forval
Ferjusiglingar milli Vestmannaeyja og Bakkafjöru
Ríkiskaup, fyrir hönd Siglingastofnunar, efna til forvals nr. 14336 til að velja þátttakendur í lokað útboð fyrir rekstur ferjusiglinga milli Vestmannaeyja og Bakkafjöru.
Byggja á ferjuhöfn við Bakkafjöru um 2 kílómetra vestan við ósa Markarfljóts. Ferjuhöfnin verður innan við bogadregna grjótgarða. Siglingalengdin milli ferjuhafnar og Vestmannaeyja er innan við 7 sjómílur.
Verkefnið sem boðið verður út
Verkefnið sem boðið verður út er rekstur á ferjuleiðinni Bakkafjara – Vestmannaeyjar ásamt farþegaaðstöðu á báðum stöðum og skal ferjan vera í eigu bjóðanda. Stefnt er að 15 ára samningstíma. Ferjan skal vera ekju- og farþegaskip sem getur tekið að lágmarki 250 farþega og 45 bíla. Hugsanlegt er að rekstur hafnar í Bakkafjöru verði innifalinn í verkefninu.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst