Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur tekið fyrir áfrýjun Fjölnis vegna úrskurðar aga – og úrskurðarnefndar frá 18. júlí síðastliðnum. Í dómsorðum áfrýjunardómstólsins segir að hinum áfrýjaða úrskurði sé hrundið. Málavextir eru þeir að í kjölfar leiks Fjölnis og ÍBV í 1. deild karla mánudaginn 16. júlí sl.,skilað dómari leiksins Þóroddur Hjaltalín jr. skýrslu sinni um framkvæmd leiksins til skrifstofu KSÍ. Í skýrslunni kom fram að framkoma áhorfenda að leiknum hefði verið óviðunandi. Sagði svo um þetta atriði í skýrslunni:
Framkoma stuðningsmanna Fjölnis í þessum leik var til háborinnar skammar. Ruddalegt og mjög særandi orðbragð í garð aðkomuliðs og dómara leiksins var algjörlega fyrir neðan allar hellur. Það er nú hægt að leiða ýmislegt hjá sér en orð einsog (tussa hóra mella) ítrekað er alltof gróft. Svona var þetta í 90 mínútur og fengu menn að heyra það óþvegið.
Auk nafns dómara leiksins, Þórodds Hjaltalín jr., er að finna nafnið Örn Bjarnason á skýrslu dómara um framkvæmd leiks Fjölnis og ÍBV. Verður helst ráðið af framlögðum gögnum að Örn hafi verið eftirlitsmaður með dómurum leiksins samkvæmt 8. gr. reglugerðar KSÍ um knattspyrnudómara og eftirlitsmenn. Hafi hann því haft það hlutverk að fylgjast með og gefa skýrslu um frammistöðu dómara og aðstoðardómara. Stjórn KSÍ og mótanefnd er þó heimilt sbr. gr. 8.3 í síðast nefndri reglugerð að auka við verksvið eftirlitsmanna og fela þeim að fylgjast með framkvæmd leikja og gefa skýrslu um háttvísimat þar sem við á. Verður því væntanlega að ætla að dómarinn og eftirlitsmaðurinn hafi staðið sameiginlega að gerð skýrslunnar um framkvæmd leiksins og gerð þeirrar athugasemdar sem þar er a finna um framkomu stuðningsmanna Fjölnis á leiknum. Örn Bjarnason virðist svo hafa sent skrifstofu KSÍ sérstaka skýrslu um framkomu áhorfenda á leik Fjölnis og ÍBV með tölvupósti kl. 15.26
þann 17. júlí 2007. Segir þar:
Varðandi leikinn í gær Fjölnir-Í.B.V. þá vil ég koma á eftirfarandi athugasemdum varðandi framkomu lítils hóps af stuðningsmönnum Fjölnis, þessi hópur staðsetur sig fyrir aftan varamannaskýli Í.B.V. og hegðun hans gagnvart aðkomuliði og í garð dómara er að mínu áliti til háborinnar skammar fyrir Fjölni, þá er átt við mjög gróft orðbragð og móðganir sem ekki eiga að heyrast á vellinum og niðurlægjandi meiðingar gagnvart lituðum einstaklingi í liði Í.B.V. þegar hann meiddist undir lok leiksins.
Samkvæmt þeim gögnum, sem að framan hefur verið vikið að, má ljóst vera að aga- ogúrskurðarnefnd KSÍ hefur fallið frá þeirri upphaflegu ákvörðun sinni að stuðningsmenn
Fjölnis hafi gerst sekir um grófa kynþáttafordóma gagnvart leikmanni ÍBV í leik Fjölnis og ÍBV þann 16. júlí 2007. Af bréfi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ frá 24. júlí 2007 verður hins vegar ekkert ráðið um það hvort stuðningsmenn Fjölnis hafi að mati nefndarinnar gerst sekirum kynþáttafordóma.
Engin gögn liggja fyrir sem sanna að um kynþáttafordóma hafi verið aðræða af hálfu stuðningsmanna Fjölnis utan tölvupóst Arnar Bjarnasona eftirlitsmanns frá 17.júlí 2007.
Er sá tölvupóstur ekki í samræmi við skýrslu dómara leiksins. En á henni er jafnframt að finna nafn eftirlitsmannsins. Með hliðsjón af þessu og yfirlýsingum þjálfara ÍBV eftir leikinn verður því ekki fallist á það að stuðningsmenn Fjölnis hafi verið með kynþáttafordóma gagnvart leikmanni ÍBV í leik liðsins við Fjölni þann 16. júlí 2007.
Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ taldi hins vegar ekki efni til að endurskoða sektarákvörðun sína á hendur Fjölni, sem í upphaflega úrskurðinum er sögð byggð á 13. gr. starfsreglna aga- og úrskurðarnefndar.
Tilvitnað ákvæði geymir enga refsiheimild til handa aga- og úrskurðarnefnd KSÍ. Verður heldur ekki séð að aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hafi aðrar refsiheimildir en þær sem fram koma í 13. gr. reglugerðar KSÍ um aga- og úrskurðarmál. Grein þessi fjallar um agaviðurlög og aðrar refsingar sem hægt er að beita leikmenn þjálfara, forystumenn knattspyrnuliða og áhorfendur enda gerist afhorfandi/áhorfendur sekur/sekir um vítaverða eða hættulega framkomu gagnvart leikmönnum, þjálfurum eða öðrum sbr. gr. 13.9.4.
Í máli þessu liggur ekkert fyrir um það að stuðningsmenn Fjölnis hafi á leik liðsins við ÍBV þann 16. júlí 2007 haft í fram vítaverða hegðun gagnvart leikmönnum, dómurum eða þjálfurum sem réttlæti sekt samkvæmt gr. 13.9.4 í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál.
Hins vegar liggur í máli þessu að hópur stuðningsmanna Fjölnis var mjög orðljótur á leik liðsþeirra við ÍBV þann 16. júlí 2007. En engin heimild er til að refsa félaginu vegna þeirrar hegðunar.
Samkvæmt þessu er það niðurstaða áfrýjunardómstólsins að hinum áfrýjaða úrskurði skuli hrundið.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst