Hitaveita Suðurnesja hefur samið við NKT um framleiðslu á nýrri átta tommu neðansjávarvatnsleiðslu og við JD Contractor ApS um lagningu hennar milli lands og Eyja. Fyrir eru tvær vatnsleiðslur sem komnar eru til ára sinna enda eru þær 40 ára gamlar.Ívar Atlason, tæknifræðingur hjá HS, sagði að leiðslurnar sem fyrir eru væru ekki í góðu ástandi eftir 40 ár í sjó, en hefðu þjónað vel sínu hlutverki. Ný leiðsla mun flytja töluvert meira af vatni en gömlu leiðslurnar og ættu Eyjamenn því að hafa nóg af vatni næstu áratugi ásamt meira rekstraröryggi. Samkomulagið var undirritað 10. október og á leiðslan að verða tilbúin 10. júlí 2008.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst