Atvinnuþróunarfélag Suðurlands hefur veitt styrki til atvinnuþróunar á Suðurlandi, samtals að upphæð 5.140.000 kr. Alls voru 18 aðilar sem fengu styrki að upphæð 100 – 400 þús. krónur.
Styrkt voru fjölbreytt verkefni m.a. á sviði vöruþróunar, hönnunar nýsköpunar, markaðssetningar, kynningarmála og til undirbúnings ýmissa spennandi viðskiptatækifæra á Suðurlandi. Auglýst var eftir umsóknum á Suðurlandi, í staðarblöðum og á Internetinu, í september s.l., umsóknarfrestur var til 28. september 2007.
Heildarfjöldi innsendra umsókna var 33. Þeir sem hlutu styrki að þessu sinni eru:
Umsækjandi: Verkefni: Styrkur:
Köfun og öryggi ehf. Rafketill/rafsparnaður 100.000 kr.
Steingrímur og Eyrún Kálfholt hestaferðir 400.000 kr.
Guðmundur Hauksson Ás hestaferðir 400.000 kr.
Margrét Hjálmarsdóttir Bókhald í úthýsingu 200.000 kr.
Jóhann Frímannsson Fjósakona fer út í heim 200.000 kr.
Sjóstangaveiði við VM Markaðssetning 400.000 kr.
Jóhanna Ósk Pálsdóttir Ein sit ég og sauma 200.000 kr.
Töfragarðurinn ehf. Markaðssetning 400.000 kr.
Ferðaþjónustan Suðurströnd ehf. Markaðssetning 400.000 kr.
BHtækni ehf. TYM á Íslandi 175.000 kr.
Gistiheimilið Hvíld Markaðssetning 185.000 kr.
Vefsins hetja ehf. Sölutækifæri á internetinu 130.000 kr.
Helgi Sveinbjörnsson Dýragarðurinn Slakki 400.000 kr.
2B Company ehf. Íslenska bjórfélagið ehf. 400.000 kr.
Björgvin Björgvinsson Iðnhönnun í VM 400.000 kr.
Knútur Rafn Árnason Markaðssetning Friðheima 400.000 kr.
Sigurbjörg Elimarsdóttir Markaðssetning 150.000 kr.
Ragnar Ragnarsson Stafræn smáprentun 200.000 kr.
Samtals 5.140.000 kr.
Stjórn Atvinnuþróunarfélags Suðurlands þakkar öllum þeim sem sendu umsóknir til félagsins.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst