Það færist í aukana að áhafnir á skipum geti tengst við netið úti á sjó og með því móti er auðveldara fyrir áhafnir að fylgjast með fréttum líðandi stundar. Einnig opnar þetta möguleika fyrir fjölskyldur í landi, vini og áhugasama að fylgjast með gangi mála á sjónum.
Áhöfn Álseyjar VE 2 heldur úti bloggsíðu þar sem hægt er að fylgjast með í máli og myndum gangi mála um borð. Greinilegt að þessi miðill sem bloggið er sé að verða vinsæll hjá áhöfnum til að flytja fréttir í land.
Áhafnir Álseyjar, Hugins VE, VE og Snorra Sturlusonar VE hafa haldið úti fréttasíðum en einnig er Þorbjörn Víglundsson með fréttir af gangi mála um borð í Guðmundi Ve á sinni síðu.
Tenglar á þessar síður eru hér:
Álsey VE 2 www.123.is/alseyve2
Huginn VE www.huginn.is
Snorri Sturluson VE http://www.blog.central.is/sturlungar
Þorbjörn Víglundsson www.123.is/tobbivilla
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst