Í dag kemur út Sjónvarpsvísir eins og venjulega nema að Gísli Foster og félagar settu gamla sjónvarpsvísin í andlitlyftingu og í dag fer í dreifingu nýr og glæsilegur sjónvarpsvísir fyrir Vestmannaeyjar.
Meðal ástæðna fyrir þessari breytingu er samstarf prentsmiðjunar Eyrúnar og 2B company sem gefur út Sjónvarpsvísi Suðurlands. Búið er að sameina útlitin á þessum tveimur ritum en báðir sjónvarpsvísarnir eru settir upp af prentsmiðjunni Eyrúnu. Áfram verður slegið á létta strengi í sjónvarpvísinum og því ættu tryggir lesendur hans ekki að örvænta.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst