Útgerð íslenska fiskiskipsins Kap VE hefur verið gert að greiða 135 þúsund norskar krónur í sekt og málskostnað fyrir að gefa ekki upp allan afla, sem var um borð í skipinu. Strandgæslan hafi afskipti af Kap utan við Lofoten í Noregi fyrr í vikunni.
Norska blaðið Nordlys hefur eftir talsmanni norsku lögreglunnar að síldar- og kolmunnaafli hafi verið meiri en gefið var upp. Þá voru afladagbækur ekki færðar með fullnægjandi hætti.
Skipstjóri Kap var einnig gert að greiða 15 þúsund norskar krónur sekt. Nordlys segir, að útgerð skipsins hafi ekki fallist á þessa niðurstöðu og muni málið því koma fyrir rétt í janúar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst