Það má með sanni segja að mikið hafi verið að gera hjá íþróttafólki úr eyjum þessa helgi eins og flestar aðrar helgar. Keppt var í körfubolta í íþróttamiðstöðinni, meistaraflokkur ÍBV spilaði á móti Valsmönnum í N1 deildinni í handbolta og ungur eyjapeyi keppti í sínum fyrsta bardaga í boxi.
Umfjöllun og úrslit eru hér að neðan:
Körfubolti 9.flokkur
Sigur vannst á móti Fjölni 53-51 en þetta var úrslitaleikur um hvort liðið myndi komast upp í a riðil… ÍBV var undir allan fyrri hálfleik en leikmenn sýndu mikinn karakter, börðust eins og villimenn allan leikinn, gáfust ekkert upp, hvöttu hvorn annan áfram og kláruðu leikinn með stæl. Vestmannaeyja stæl..
N1 deildin í handbolta
Valur lenti ekki í nokkrum erfiðleikum þegar liðið tók á móti ÍBV í N1 deild karla í handknattleik í dag. Valur vann 31:19 og var þetta annar sigur Vals í röð í deildinni og í hálfleik var staðan 16-12 fyrir VAL og má segja að eitthvað verði að fara að gerast hjá þessu liði ef það ætlar sér að vera að spila við þá bestu.
Sigurður Bragason var rekin af velli fyrir að kasta boltanum í andlit á markverði valsara og var það kannski nóg fyrir liðið að missa fyrirliðan útaf.
Næsti leikur er við Akureyringa í eyjum en leikurinn verður þriðjudaginn 30.okt kl 20:00 í Íþróttamiðstöðinni.
Hnefaleikafélag Vestmannaeyja.
Sigþór Einarsson keppandi Hnefaleikafélags Vestmannaeyja vann glæsilegan sigur í sinni fyrstu keppni í boxi sem að haldin var í Hafnarfirði í kvöld. Eftir tilþrifa mikla innkomu Sigþórs í hringinn í anda Prinsins tók við þriggja lotu keppni við Gunnar K Kristinsson frá Hnefaleikafélaginu Æsir í R-vík sem Sigþór sigraði sannfærandi 3-0.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst