Auðvitað á maður ekki að vera að trufla hann á sinni blogg síðu sem hann heldur úti sem hobbý. Ég skil það mjög vel að hann vilji ekki þurfa að svara spurningum vegna starfa sinna á bloggsíðu sinni .
Ég vil þakka Elliða svörin við mínum spurningum vegna Bakkafjöru. En í raun er ég jafnnær, því ekkert kom fram í svörum Elliða annað en það sem flestir Eyjamenn vita nú þegar. Ég tala um Bakkfjöruævintýri sem Elliði tekur fagnandi sem jákvætt innlegg í ævintýrið. .Ævintýrin enda ekki öll vel, því miður. En ef Bakkafjöruævintýrið endar vel, verð ég sú fyrsta til að óska núverandi bæjarstjórn til hamingju með gott framtak. En er ekki í stöðunni hjá bæjarstjórn Vestmannaeyja að Eyjamenn fái að kjósa um þetta mál? Ef meirihluti Eyjamanna er með Bakkafjöru yrði það styrkur fyrir bæjarstjórn Vestmannaeyja. Ég panta viðtal í framtíð. Takk.
Hanna Birna bloggar á http://hbj.blog.is
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst