Á fundi bæjarráðs í dag var tekin sú ákvörðun að fela bæjarstjóranum, Elliða Vignissyni að falast eftir 5% hlut í stofnfé Sparisjóðsins.
Í bókun ráðsins segir jafnframt að bæjarráð líti á það sem skyldu Vestmannaeyjabæjar að gæta hagsmuna samfélagsins í þessari umræðu.
Í bókuninni segir jafnframt að bæjarráð styðji stjórn Sparisjóðsins og stofnfjáreigendur í því að einskis verði látið ófreistað við að tryggja sem best framtíðarstöðu samfélagsins í Vestmannaeyjum, Sparisjóðs Vestmannaeyja, viðskiptamanna sjóðsins og þeirra gríðarlegu hagsmuna sem felast í öflugum samfélagssjóði.
Með þetta í huga var bæjarstjóra falið að falast eftir kaupum á 5% hlut í stofnfé sjóðsins.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst