Ég veit eiginlega ekki hvar ég að byrja. Hér í Eyjum er hávær hópur sem kennir sig við Frjálslynda flokkinn sem berst hatramlega gegn Bakkafjöru. Þar fremst í flokki fara Goggi útgerðarmaður og formaður frjálslynda og Hanna Birna frambjóðandi. Meira að segja hefur fyrrverandi þingmaður þeirra, Magnús Þór sem flúði kjördæmið verið með hróp og köll um íbúalýðræði.
Hvernig er íbúalýðræði á Íslandi?
Jú, það felst í kosningum. Í síðustu bæjarstjórnarkosningum í Vestmannaeyjum buðu þrír flokkar fram. Sjálfstæðisflokkurinn og Vestmannaeyjalistinn voru sammála varðandi framtíðarsamgöngur Vestmannaeyja. Númer eitt voru jarðgöng, tvö Bakkafjara og þrjú nýr Herjólfur. Á öndverðum meiði komu Frjálslyndir sem lögðu alla sína áherslu á nýtt skip sem sigldi til Þorlákshafnar.
Og hvernig fóru kosningarnar?
Frjálslyndum var hafnað. Þeirra stefnumál áttu ekki upp á pallborðið hjá Eyjamönnum. Sjálfstæðisflokkurinn vann stórsigur og hafa óskorðað vald okkar Eyjamanna til að taka ákvarðanir í okkar nafni. Vestmannaeyingar vilja ekki nýjan Herjólf. Þetta var eitt af stóru kosningamálunum. Goggi og co – það er búið að kjósa um þetta og niðurstaðan er skýr.
Svo er líka athyglisvert að heyra fulltrúa Frjálslyndra hrópa um íbúalýðræði. Aðeins einu sinni hefur verið kosið um eitthvað mál á sveitastjórnarstiginu. Það var um Reykjavíkurflugvöll. Það er beinlínis á stefnuskrá Frjáslyndra að hunsa þær kosningar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst