Hermann einn leikjahæsti Norðurlandabúinn
23. október, 2007

Hermann Hreiðarsson er á leið með að verða einn leikreyndasti Norðurlandabúinn í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Hermann á að baki 270 leiki í deildinni og vantar aðeins fimm leiki til að fara í fjórða sætið.

Það er danski markvörðurinn Peter Schmeichel sem lék með Manchester United sem á að baki flesta leiki í ensku úrvalsdeildinni – 310 talsins. Hermann hefur spilað 270 leiki og er í fimmta sæti. Hann vantar aðeins fimm leiki til að fara upp fyrir Henning Berg sem lengst af lék með Manchester United.

Eiður Smári Guðjohnsen situr sem fastast í öðru sæti yfir þá Norðurlandabúa sem skorað hafa flest mörk í ensku úrvalsdeildinni. Þar er Ole Gunnar Solskjær í algjörum sérflokki, en hann skoraði 89 mörk fyrir Manchester United á ferlinum, sem lauk nú fyrir skömmu.

Leikjahæstu Norðurlandabúarnir:

1. Peter Schmeichel 310 leikir
2. Claus Lundekvam 290
3. Sami Hyypia 281
4. Henning Berg 275
5. Hermann Hreiðarsson 270
6. Thomas Sörensen 265
7. Ole Gunnar Solskjær 235
8. Jussi Jaaskelainen 232
9. Freddie Ljungberg 221
10. John Arne Riise 212

Markahæstu Norðurlandabúarnir:

1. Ole Gunnar Solskjær 89 mörk
2. Eiður Smári Guðjohnsen 54
3. Freddie Ljungberg 46
4. Steffen Iversen 38
4. Tore Andre Flo 38
6. Oyvind Leonardsen 30
7. Egil Östenstad 29
8. Jonatan Johansson 27
9. Mikael Forssell 26
10. Jan Aage Fjortoft 25

 

 

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst