Í dag er það uppskrift að frábærum deser og hefur þessi uppskrift farið sigurför hér í Salzburg eftir að við fjölskyldan fórum með þetta foreldrakvöld á leikskólanum. Konurnar ætluðu að drepa sig á desertinum og heimtuðu uppskriftina.
Þetta er ekki hollasti desert bæjarins en góður en hann á bragðið og það er það sem skiptir öllu máli.
Berjagums
300 gr makkarónukökur
150 gr brætt smjör
300 gr rjómaostur
150 gr flórsykur
½ líter rjómi
Krem
200 gr suðusúkkulaði
1 dós sýrður rjómi.
Makkarónukökurnar eru kramdar aðeins en ekki of mikið og settar í botn á formi. Smjörið er brætt og því svo helt yfir makkarónurnar. Rjómaostinum og flórsykrinum er svo hrært saman og mikilvægt er að fara með flórsykurinn í gegnum sigti til að losna við alla kekki. Því næst er rjóminn þeyttur og honum blandað varlega saman við flórsykur og rjómaostblönduna og svo helt yfir makkarónurnar í forminu.
Kremið ofan á þetta er svo 200 gr brætt suðusúkkulaði blandað saman við 1 dós af sýrðum rjóma. Kremið er svo sett ofan á allt saman og sett í frysti.
Gott er að taka Berjagumsið út ca 2 tímum áður en það er borið fram og það skreytt með berjum.
Verði ykkur að góðu.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst