Vestmannaeyjar verður frægasti bær veraldar
24. október, 2007

www.eyjar.net heldur áfram að heyra í brottfluttum eyjamönnum bæði innanlands sem og erlendis með þeim tilgangi að fá að vita hvar þau eru stödd í lífinu og hvaða viðhorft þau hafa til Vestmannaeyja.

Að þessu sinni heyrðum við í Mörtu Maríu Þorbjarnardóttur Vídó en Marta María er búsett í Reykjavík.

Nafn?
Marta María Þorbjarnardóttir Vídó (1983)

Fjölskylduhagir?
Bý með kærasta mínum Ragnari Inga

Atvinna og menntun?
Lærður stuðningsfulltrúi. Vinn í fjölbraut við Ármúla á sérdeild með fjölfötluð börn fram að hádeigi og í Bókabúð Grafarvogs eftir hádeigi

Búseta?
Bý í Kjallaraíbúð í vesturbæ Reykjavíkur

Mottó?

Að koma fram við aðra eins og þú villt að aðrir komi fram við þig

Ferðu oft til Eyja ?
Ég hef verið mjög ódugleg að fara, vonandi lagast það með betri og ódýrari samgöngum.

Telurðu það hafa mótað þig sem einstakling að hafa alist upp í eyjum?
Já algjörlega, gott að alast upp í eyjum held maður hafi ekki fengið að vera svona frjáls hefði maður alist upp í reykjavík í stressinu.

Tenging við eyjarnar í dag?
Foreldrar mínir (Sæsa og Bjössi), Bróðir minn(Sæþór Vídó) fullt af frændfólki og auðvita drottning eyjanna Amma Vídó(Erla vídó) búa í eyjum.Svo er náttúrulega alltaf eyjablóð í æðum mínum.

Fylgistu með því sem er að gerast í eyjum ?
Já fæ alltaf nýjustu fréttir frá foreldrum mínum og svo auðvita er daglegur lestur á eyjar.net

Hvernig finnst þér staða Vestmannaeyja í dag?
Hún mætti vera betri, allavega eru samgöngur algjörlega glataðar núna,og atvinnutækifæri mættu vera fleiri, annars er ekki alltaf bjart yfir eyjunum. 🙂
 
Hvar finnst þér sóknarfærin liggja fyrir Vestmannaeyjar?
Sóknafærinn liggja helst í ferðmönnum held ég.
 
 
Hvernig sérðu næstu 10 ár í þróun eyjanna?
Vonandi verða samgöngur frábærar svo einfaldara verði að skreppa til eyja, íþóttalífið verður mun betra og vestmannaeyjar verður frægasti bær veraldar.

Sérðu fyrir þér á næstu árum að flytja til eyja? 
Ekki eins og staðan er í dag, mér líður mjög vel í því sem ég er að gera og þar sem ég bý en kannski þegar maður fer að koma með börn og svona þá er hvergi betra að vera en í eyjum.
 
Gætirðu hugsað þér að stofna og reka fyrirtæki í vestmanneyjum?
Ég veit það ekki, ef ég ditti inn á einhverja brilljant hugmynd og góðan bissness sem hentar starfsemi í eyjum þá mundi ég gera það.
 
Ef að Eyjamenn þyrftu að fjármagna göngin að hluta til, myndirðu kaupa  hlutafé í göngunum ?
Er ennþá verið að tala um þau… Segi svona jú ætli maður myndi ekki gera það ef ég vinn í lottó.
 
Eitthvað að lokum ?
Bið að heilsa öllum eyjamönnum. Og ég vil enda þetta á fallegasta ljóði sem til er um eyjarnar:

Víst er fagur Vestmannaeyjabær,
vinalega er einnig Heimaey.
Þú heillandi ert himinblái sær,
af Hásteini má greina lítið fley.

Hér ég þekki hvern hól,
hverja þúfu, hvert ból,
hér er náttúran fögur og rík.
Hér ég átthaga á, hér ég dvelja vil fá
þar til aldinn ég æviskeiði lýk.

Helgarfell ég lít og Herjólfsdal,
af Hánni undurfögur útsýn er.
Ganga meðfram skansinum ég skal,
er skyggir, út í Bjarnaey ég fer.

Hér ég þekki hvern hól,
hverja þúfu, hvert ból,
hér er náttúran fögur og rík.
Hér ég átthaga á, hér ég dvelja vil fá
þar til aldinn ég æviskeiði lýk.

 

 

No data was found
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst