Á vefsíðu Gísla www.fosterinn.net má sjá skemmtileg skrif hans um heimsókn sem hann fékk í garð sinn í morgun. En í garðinum voru tvær kindur búnar að gera sig heimakomnar og voru á beit í grasblettinum hjá Gísla. Gísli vaknaði ekki við þessa gesti né bauð þeim inn fyrir dyr í kaffi en nágranni Gísla, Þórey Friðbjarnardóttir náði myndum af þeim.
Pistil Gísla má lesa hér að neðan:
Óvænta gesti ber að garði
Það er oft gestkvæmt á Fjólugötunni og þar eru gestir af öllum stærðum og gerðum eins og þessi mynd sem hún Þórey nágranni tók í morgun, 25. okt. 2007, Verst að veðrið var leiðinlegt fyrir þessar elskur. Kannski að þær kíki aftur í kaffi seinna. Það var allavega ekki meira bullið í þeim heldur en sumum konunum sem kíkja í kaffi til Ingu.
Myndir af gestunum hans Gísla má sjá hér
Ljósmyndari: Þórey Friðbjarnardóttir
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst