Sjónarmið Vestmannaeyjabæjar vegna fyrirhugaðs útboðs á hönnun, smíði og rekstri ferju milli Vestmannaeyja og Bakka
25. október, 2007

Vestmannaeyjabæjar vegna auglýsingar Ríkisskaupa um Bakkafjöru og Bakkaferju. Á fundi þessum var m,a. lagðar fram kröfur bæjarráðs vegna fjöldaferða og fargjöld fyrir farþega og faratæki á siglingaleiðinni Vestmannaeyjar – Bakkafjara – Vestmannaeyjar.

Elliði Vignisson bæjarstjóri hafði þetta m.a. að segja um þennan fund “Við getum ekki ætlast til þess að fólk sem ekki er vant því að búa við ferjusiglingar hafi sömu innsýn í þessi mál og við og því mikilvægt að við komum þessu til skila.”

Tillögur bæjarráðs má lesa hér:

1. Bæjarráð ræddi útboð á ferju til siglinga í Bakkafjöru.

Bæjarráð telur afar mikilvægt að kröfur og óskir Vestmannaeyjabæjar vegna ferjusiglinga milli Bakka og Vestmannaeyja liggi fyrir áður en rekstur og eignarhald verður boðið út.  Gott samstarf hefur verið hingað til í öllum aðdraganda þessarar framkvæmda og hefur Vestmannaeyjabær einsett sér að vinna áfram af fullum heilindum að þeim miklu samgöngubótum sem felast í nýrri ferju sem siglir styðstu leið milli lands og Eyja.   Til þess að það geti orðið er afar mikilvægt að vilji heimamanna liggi fyrir með skýrum og skilmerkilegum hætti áður en ráðist er í framkvæmdina.

Í þeim tilgangi hefur bæjarráð nú komið sér saman um minnisblað undir heitinu “Sjónarmið Vestmannaeyjabæjar vegna fyrirhugaðs útboðs á hönnun, smíði og rekstri ferju milli Bakka og Vestmannaeyja”.  Minnisblaðið skoðast hér með samþykkt af bæjarráði.

Meðal þess sem þar kemur fram er:
Vestmannaeyjabær gerir kröfu um að…
… skipið beri 55 bíla og 350 farþega
… frátafir verði ekki meiri en þær hafa verið í siglingum til Þorlákshafnar
…15 til 20 kojur verði í skipinu
… ferðatíðnin verði ekki minni en 6 ferðir á sólarhring yfir vetrartímann (15. sept. til 1. maí) og 8 á sólarhring yfir sumartímann (1. maí til 15. sept).
… fyrsta ferð sé farin ekki síðar en  07.00 frá Eyjum og seinasta ferð til Eyja sé um 23.00.
… fullorðinn greiði kr. 500 fyrir fargjaldið (veittur verði 40% magnafsláttur (einingar) og verð þá kr. 300.00)    
…greitt verði kr. 500 fyrir fólksbíl og jeppa (veitur verði 40% magnafsláttur (einingar) og verð þá kr. 300.00)
…gjaldheimta fyrir börn verði ekki meiri en nú er og því verði gjaldfrjálst fyrir börn yngri en 12 ára.
… eldriborgarar, öryrkjar, skólafólk og börn á aldrinum 12 til 18 ára greiði kr. 250 (veittur verði 40% magnafsláttur (einingar) og verð þá 150 krónur.
… aukin afsláttur sé gefin við aukin magnkaup (stærri einingakort).  Lagt er til að slík magninnkaup veiti allt að 60% afslátt til þeirra sem mikið nota ferjuna.
…far- og farmgjöld taki mið af því að hér er um þjóðveg að ræða.  Þannig er gerð sú krafa að kostnaður vegna farmgjalda verði ekki meiri en sem nemur því ef viðkomandi leið væri ekin.

Einnig er varað við því að samið sé við einn aðili um rekstur í 15 ár og að farið fram á að ekki verði samið til lengri tíma en 5 ára og í 1 – 2 ár til að byrja með á meðan reynsla er að komast á þessar nýju samgöngur og gengið út frá því að hafnarmannvirki og önnur mannvirki í Bakkafjöru verði í rekstri eigenda hafnarinnar þ.e.a.s. sveitarfélaganna Vestmannaeyjabæjar (60%) og Rangárþings Eystra (40%).

Mikið af því sem þar er fjallað um snertir ekki beinlínis stýrihóp þann sem nú starfar að framkvæmdinni heldur hefur að gera með stjórnsýslulegar ákvarðanir samgönguyfirvalda og ríkisstjórnar allrar.  Því er afar brýnt að fjallað verði um óskir þessar og kröfur bæði innan stýrihópsins sem og á pólitískum vettvangi.

Það er einróma skoðun bæjarráðs að sé til þess pólitískur vilji sé hægt að lyfta grettistaki í samgöngum milli lands og Eyja og þar með í þróun samfélagsins.  Það getur þó einungis orðið sé tekið fullt tillit til sjónarmiða heimamanna.

Elliði Vignisson hafði þetta m.a. að segja um fund bæjarráðs og þeirra tillögur:

Minnisblað þetta er unnið fyrir bæjarráð í samráði við sérfróða aðila svo sem skipstjórnendur á Herjólfi, reynda skipstjóra og sjómenn í Vestmannaeyjum, vélstjóra á Herjólfi, fyrrverandi rekstraraðila Herjólfs (Herjólfur hf.), stjórnendur Vestmannaeyjahafnar og fleiri.  Tilgangurinn er að varpa ljósi á sjónamið okkar heimamanna sem höfum áratuga reynslu af notkun og þjónustu ferjusiglinga.  Í ljósi þeirra mistaka sem gerð voru við endurbætur á ferju til siglinga til Grímseyjar teljum við verulega áríðandi að vilji okkar, kröfur og óskir komi skýrt fram.   Siglingar í Bakkafjöru eru nýjar samgöngur og að mörgu að hyggja.  Við getum ekki ætlast til þess að fólk sem ekki er vant því að búa við ferjusiglingar hafi sömu innsýn í þessi mál og við og því mikilvægt að við komum þessu til skila”

Eins og gefur að skilja er einhver munur á sjónarmiði heimamanna og þess sem stýrihópurinn um framkvæmdina hefur unnið að hingað til og ber þar hæst að vilji heimamanna er að ferjan verði lengri og mun öflugri en hingað til hefur verið rætt.  Bæði teljum við að þannig geti hún betur annað þjónustuhlutverki sínu og að slíkt stór auki öryggi á siglingum.  Minnisblaðið hefur þegar verið sennt á stýrihópinn og samgönguráðherra og ég á von á viðbrögðum frá þeim fyrr en varir.  Líklegt þykir mér að í megindráttum verði orðið við kröfum og óskum okkar enda þær vel rökstuddar og útfærðar.”

 

Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst