Héraðsdómur Suðurlands hafnaði í dag kröfu lögreglunnar á Selfossi um að kona á fertugsaldri, sem grunuð er um að hafa kveikt í húsi í Vestmannaeyjum í vikunni, yrði úrskurðuð í gæsluvarðhald. Konan er því laus úr haldi lögreglu.
Lögreglan óskaði í gær eftir því að konan yrði úrskurðuð í viku gæsluvarðhald. Dómari tók sér frest til klukkan fjögur í dag en hafnaði svo kröfunni.
Konan er grunuð um að verða valdur að bruna í húsi við Hilmisgötu í Vestmannaeyjum á miðvikudag.
Að sögn lögreglunnar í Selfossi, sem fer með rannsókn málsins, miðar rannsókn ágætlega.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst