Í vetur munu vikulega birtast á vefsíðunni www.ibvfan.is leikmannakynning á leikmönnum ÍBV í handbolta. www.ibvfan.is og www.eyjar.net hafa gert með sér samkomulag að fylgja strákunum í handboltanum eftir í vetur og reyna fylgjast vel með því sem þeir eru að gera.
Nafn?
Grétar Þór
Aldur?
21
Fæðingarstaður?
Vestmannaeyjar að sjálfsögðu
Uppáhaldslitur?
Blái Þórs liturinn
Foreldrar?
Laufey Grétars og Eyþór Harðar
Giftur/kærasta?
Deili rúmi með Sumarstúlkunni
Star?'
Ruslakall og Málari
Áhugamál?
Handbolti og Golf, og eiginlega allar íþróttir
Hvenær byrjaðir þú að æfa handbolta?
Ætli það hafi ekki verið um 9 ára.
Staða á vellinum?
Horn hef samt alltaf litið á mig sem skyttu.
Uppáhalds matur?
Bjúgu
Uppáhalds Drykkur?
Vatnið hans Benna vatnsbera
Besta bíómynd sem þú hefur séð?
Nýtt líf
Eldarðu?
Nei ekki mikið
Ertu liðtækur í eldhúsinu?
Menn vilja meina það..
Uppáhalds lið í enskaboltanum?
Man Utd
Uppáhaldslið í evrópu Handboltanum?
Gummersbach
Ef þú ættir 50.000.000 kr hvað mundir þú gera við þær?
Kaupa mér hús og bíl allavega, svo myndi ég setja Kolla á vasapening hjá mér með 5.000 á viku, það ætti að duga honum.
Besti leikmaður sem þú hefur spilað með?
Baldvin Þór Sigurbjörnsson, var eitraður línumaður hér á árum áðum, maður gat alltaf hent boltanum upp í rjáfur og hann setti höndina upp og greip hann.
Hver er brandarakallin í liðinu?
Kolli fær mitt atkvæði, það er ekki hægt að taka hann alvarlega.
Ef þú gætir komist í atvinnumennsku úti hvaða lið mundirðu vilja spila fyrir?
Það væri Minden, þeir eru neðstir í þýskalandi og því fengi maður kannski nokkrar mínútur í leik þar.
Besti leikmaður í íslenskum handbolta?
Pálmi Harðarson hinn óútreiknanlegi, kann allt í bókinni, er arftaki Markúsar Mána í Val.
Lýstu þjálfaranum?
Fínn kall, mætti vera meiri fótbolti hjá honum en hann er með skemmtilegar ræður fyrir leiki.
Ertu með einhverja hjátrú varðandi þegar þú ert að spila?
Set aldrei gel í hárið fyrir leiki og bið alltaf til guðs að Siggi Braga sjái mig í horninu.
Fyndið atvik úr ferðum með handboltaliðinu?
Bragi Magg að taka Brittney Spears í Karóki, Toppaði William Hung
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst