Á fundi fjölskylduráðs 24. október sl. var lögð fram samantekt yfir barnaverndartilkynninga fyrir fyrstu níu mánuði ársins til samanburðar við fyrri ár. Ljóst er að mikil fjölgun barnaverndartilkynninga hefur átt sér stað, en alls hefur borist 191 tilkynning á fyrstu 9 mánuðum ársins á móti 159 tilkynningum allt árið 2006.
Að árinu loknu má því ætla að fjölgun barnaverndartilkynninga verði 100%, ef svo heldur sem horfir.
Á fundinum kom jafnframt fram að í september bárust 16 tilkynningar vegna 12 barna. Tilkynningar vegna vanrækslu voru 9, vegna ofbeldis 4 og vegna áhættuhegðunar barns 3 talsins.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst