Peyjarnir í minnibolta 11 ára stóðu uppi sem sigurvegarar eftir þessa helgi í Njarðvík og koma til með að spila í A – riðli í næstu umferð. Leikirnir sigruðust allir með miklum yfirburðum og greinilegt að peyjarnir mættu tilbúnir til leiks. Lokatölur í leikjunum í helgarinnar voru eftirfarandi:
ÍBV – Breiðablik 77 – 18
ÍBV – Valur 90 – 8
ÍBV – UMFN 70 – 18
ÍBV – Snæfell 79 – 20
Þá er Körfuknattleiksfélag ÍBV komið með tvo árganga í keppni meðal 5 bestu körfuboltaliða landsins í sínum aldursflokki. Sannarlega frábær frammistaða og glæsilegur árangur og ástæða til að óska bæði þjálfaranum og peyjunum til hamingju með sigurinn. Hlökkum til að fylgjast með framhaldinu í vetur bæði hjá þessum peyjum og öðrum aldursflokkum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst