Vetmannaeyjabær greiðir hæstu heildargjöld lögaðila í Vestmannaeyjum samkvæmt álagningarskrá vegna rekstrarársins 2005, tæpar 74 milljónir króna. Heildargjöld lögaðila í Eyjum nema 513,6 milljónum króna, þar af nemur tryggingagjald 434,4 milljónum króna
Vinnslustöðin hf. greiðir 71,4 milljónir króna í opinber gjöld, Ísfélag Vestmannaeyja hf. 69,7 milljónir, Ós ehf. greiðir 28,8 milljónir og Bergur-Huginn ehf. 27,7 milljónir.
Ós ehf. greiðir mest í tekjuskatt eða 14,5 milljónir króna. Eyjaís ehf. greiðir 8,9 milljónir, Dala-Rafn ehf. 8,5 milljónir, Kuti ehf. 8,3 milljónir og Godthaab í Nöf ehf. 3,4 milljónir.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst