ÍBV enn án sigurs eftir 7 leiki
1. nóvember, 2007

Í gærkvöldi áttust við ÍBV og Akureyri í úrvalsdeild karla í handknattleik en fyrir bæði þessi lið verma botnsæti deildarinnar, Eftir þennan leik er ÍBV í neðsta sæti með 0 stig en Akureyri er komið með 4 stig.

Það var á fyrstu mínútu leiksins að Akureyringar urðu fyrir því að missa Jónatan Magnússon af velli eftir að hann fékk aðsvif og var fluttur á sjúkrahús til rannsóknar.
Í fyrrihálfleik náðu leikmenn ÍBV að halda í við norðanmenn en í hálfleik var staðan 13-15 Akureyri í vil. En á fyrstu 10 mínútum síðari hálfleiks náði Akureyringar að stinga af og komust í stöðuna 15-24. Leikurinn endaði svo 26-35 og sem fyrr segir ÍBV enn án stiga eftir sjö leiki.

Ljósmyndir frá leiknum má sjá hér

Ljósmynd Diddi Vídó

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst