Þessa uppskrift fengum við frá lesenda eyjar.net á netfangið eyjar@eyjar.net. Ef að þú hefur góða uppskrift sem þú vilt deila með öðrum endilega sendu hana á okkur og við birtum hana.
250 gr suðusúkkulaði saxað
4 egg aðskilin
150 gr smjör mjúkt
¼ bolli rjómi
45 gr sykur
Sósa:
1 dl rjómi
1 msk skyndikaffi
2 msk vatn
1 msk kakó
Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði. Hrærið eggjarauðunum saman við einni í einu, þá rjómanum. Hrærið smjörinu saman við smátt og smátt. Þeytið hvíturnar, bætið sykrinum saman við og stífþeytið. Blandið hvítunum varlega í súkkulaðihræruna. Skiptið hrærunni í skálar, kælið hægt er að laga músina með dags fyrirvara, en þá þarf að láta músina standa við stofuhita í ca 30 mín áður en hún er borin fram.
Sósan: leysið skyndikaffið upp í vatninu, þeytið rjómann örlítið upp með þeytara þannig að froða myndist. Blandið kaffinu saman við, hellið yfir músina rétt áður en borið er fram. Stráið kakói yfir ef vill.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst