Vinnslustöðin hagnast um milljarð kr.
2. nóvember, 2007

Hagnaður Vinnslustöðvarinnar á fyrstu níu mánuðum ársins nam 1.080 milljónir króna. Er það mikil breyting frá í fyrra þegar hagnaður fyrstu níu mánuði ársins nam 63 milljónum króna.

Heildartekjur félagsins voru 4.556 milljónir króna, örlitlu minna en á sama tímabili í fyrra. Tekjur fiskvinnslu jukust um 7,6% á meðan tekjur útgerðar jukust um tæplega 9,0%. Rekstrargjöld hækkuðu um liðlega 12,4%.

Félagið hefur hafið vinnu við rannsóknir á veiðum og atferli humars með það að markmiði að auka arðsemi við nýtingu hans. Verkefnið er unnið í samstarfi við Háskóla Íslands með styrk úr AVS-sjóðnum. Því er ætlað að varpa ljósi á áhrif veiða á búsvæði humars og atferli hans.

Ný frystigeymsla félagsins verður tekin í notkun fyrir loðnuvertíð, en áætlað er að framkvæmdum ljúki í janúar 2008. Framkvæmdir eru komnar vel á veg, grunnur hefur verið lagður og byrjað verður að reisa húsið á næstu dögum.

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst