www.eyjar.net heldur áfram að heyra í brottfluttum eyjamönnum bæði innanlands sem og erlendis með þeim tilgangi að fá að vita hvar þau eru stödd í lífinu og hvaða viðhorft þau hafa til Vestmannaeyja.
Að þessu sinni heyrðum við í Sæþóri Ágústssyni en Sæþór er búsettur á höfuðborgarsvæðinu.
Nafn:
Sæþór Ágústsson (1979)
Fjölskylduhagir:
Barnlaus og ókvæntur.
Atvinna og menntun:
Er í meiraprófinu og ætla að fara að vinna í sambandi við það þegar því er lokið og er búinn með grunndeild rafiðnaðar.
Búseta:
Leigi í 101.
Mottó:
Að vera samkvæmur sjálfum sér.
Ferðu oft til Eyja ?
hefur verið svona annan hvern mánuð eftir að ég flutti en bilið er byrjað að lengjast.
Telurðu það hafa mótað þig sem einstakling að hafa alist upp í eyjum?
já mjög svo, ég t,d umgengst Vestmannaeyinga að mesti leiti hérna í borginni.
Tenging við eyjarnar í dag:
Fer þangað til að hitta familíuna og þá fáu vini sem eftir eru, svo kem ég stundum þarna til að spila.
Fylgistu með því sem er að gerast í eyjum ?
Já.
Hvernig finnst þér staða Vestmannaeyja í dag? Alls ekki nógu góð fyrir ungt fólk.
Hvar finnst þér sóknarfærin liggja fyrir Vestmannaeyjar ?
Ég geri mér nú ekki alveg grein fyrir því en það virðist vera að menn þurfi að fara að skoða eitthvað annað en fiskinn þar sem er verið að skera endalust niður í þeim geira.
Hvernig sérðu næstu 10 ár í þróun eyjanna?
Fækkun ef engar breytingar verða á, sem ég vona að sé rangt hjá mér.
Sérðu fyrir þér á næstu árum að flytja til eyja?
Nei, vegna þess að ég hef ekkert þangað að sækja í atvinnumálum né áhugamálum.
Gætirðu hugsað þér að stofna og reka fyrirtæki í vestmanneyjum?
Nei það virðist vera frekar þungur rekstur á flestum sviðum þarna, en ef ég mundi detta niður á eitthvað sniðugt mætti alveg skoða það þar sem er talsvert auðveldara að kauða sér húsnæði o.s.f.v.
Ef að Eyjamenn þyrftu að fjármagna göngin að hluta til, myndirðu kaupa hlutafé í göngunum ?
Ekki viss.
Eitthvað að lokum ? Ég vona bara að ég eigi eftir að geta búið þarna þegar ég verð kominn með fjölskyldu.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst