Smákökur, jólaskreytingar, jólagjafir eða jólakort eru eitthvað eru ekki ofarlega í huga eyjamanna þessa dagana því enn eru 48 dagar til jóla og nægur tími til stefnu. En eins og undanfarin ár taka sumir jólaskreytingarnar upp snemma upp úr kassanum og hefjast handa við að koma jólaljósunum fyrir á húsum sínum.
Fyrstur í ár er Vilhjálmur Vilhjálmsson betur þekkur sem Villi á Burstafelli, en hann er nú þegar búinn að hengja seríur utan á hús sitt við Vestmannabrautina. Villi á Burstafelli hefur undanfarin ár verið með fyrstu mönnum að tendra sínar seríur og setur hann þær oftast upp fyrstu helgina í nóvember.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst