Mikil umræða hefur verið í bloggheimum að undanförnu um ölduhæð við Bakkfjöru og þær niðurstöður sem að öldudufl sem þar er staðsett sýnir. Halda sumir fram að allt að 40-50 dagar á ári verði ófærir til siglinga á milli Bakka og Eyja með nýrri ferju. Viðmiðunarmörk fyrir siglingar á þessari leið eru 3.40 m að viðbættum 20% af flóðhæð.
Samkvæmt útreikningum sem Siglingamálastofnum hefur tekið saman á ölduhæð við Bakkafjöru á tímabilinu 1.jan – 31.okt 2007 hefði orðið ófært á þessari siglingaleið í einungis fjóra daga. En samkvæmt töflu Siglingamálastofnunar er hverjum siglingadegi skipt um í fjóra tímaflokka.
Samkvæmt þessari töflu hér að ofan má sjá að á útreikningum Siglingamálastofnunar var ófært þessa fjóra daga í byrjun árs og falla niður þrír dagar á einni viku í mars. 3.febrúar var ölduhæðin var Bakkafjöru 4.42 metrar en hæst fór hún 11.mars eða upp í 7.10 metra.
Hér í töflunum að neðan eru allar frátafir frá 1.jan – 31.okt og er miðað við í töflum Siglingamálastofnunar að fært sé a.m.k. í tvo tíma á fjögurra tíma millibili.
Frátafir í febrúar 2007
Frátafir mars 2007
Frátafir apríl 2007
Frátafir ágúst 2007
Dagsetning 2007 frétafir kl 06-10 frátafir kl 11-14 frátafir kl 15 – 18 frátafir 19-22
4.ágúst 0 0 1 0
Frátafir september 2007
Dagsetning 2007 frátafir kl 06:-10 frátafir kl 11-14 frátafir kl 15 – 18 frátafir kl 19:22
22.september 0 0 0 1
23.september 1 0 0 0
Samkvæmt töflunum hér að ofan má sjá eftirfarandi niðurstöður í fjölda frátafa:
Tími frátafa 06:00 – 22:00 Fjöldi frátafa
06:00 – 10:00 14
11:00 – 14:00 10
15:00 – 18:00 10
19:00 – 22:00 10
Samtals frátafir 44
Í dag eru frátafir á siglingaleið Herjólfs milli Þorlákshafnar og Vestmannaeyja milli 5-7 dagar á ári sem falla niður í heild sinni og því er um sambærilegar tölur að ræða milli þessara tveggja siglingaleiða.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst