Grænmetis hrísgrjónaréttur í karrý
8. nóvember, 2007

Oft er ískápurinn hjá mér fullur af mat en samt er eins og það sé ekkert til í honum og hann bergmáli af tómleika. Ég opnaði ískápinn hjá mér um daginn og ákvað að nú skyldi ég hreinsa út úr honum og elda eitthvað úr þeirri matvöru sem í ískápnum var. Eftir að hafa tekið til í ískápnum á varð til þessi ágæti grænmetis hrísgrjónaréttur sem var til ekki úr neinu.

Hrísgrjón
Laukur
Hvítlaukur
Paprika
Gulrætur
Vatn
kjúklingabaunir
Karrý paste
Salt og pipar

Byrjið á að sjóða hrísgrjónin í potti. Skerið niður allt grænmeti í litla teninga. Settið á pönnu örlitla olíu og setið 1 teskeið af karry paste út í. Ef að þið viljið hafa réttin sterkari þá má setja meira af karry paste. Hrærið karry pasteinu saman við olíuna og hellið síðan öllu grænmetinu ofan í pönnuna og steikið í 5-7 mínútur. Ein dós kjúklingabaunir settar ofan í og látið malla. Setjið síðan soðin grjónin ofan í og bætið vatni út í pönnuna til að fá smá karrý sósu. Leyfið þessu malla í 10 mínútur og kryddið til með salt og pipar.
Gott er að bera þetta fram með salati og brauði.

Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst