Þann 27.október síðastliðinn var úthlutað úr sjóðnum Vildarbörn Icelandair. Vildarbörn Icelandair er samkvæmt heimasíðu Vildarbarna www.vildarborn.is sameiginlegt verkefni Icelandair og viðskiptavina fyrirtækisins. Á hverju ári er úthlutað til 80 barna úr sjóðnum og er það gert tvisvar á ári.
Að þessu sinni fékk Katrín Helena Magnúsdóttir úthlutað í sjóðnum og í samtali við Magnús Þorsteinsson faðir Katrínar ætlar fjölskyldan að skella sér í Disneyland í Florída.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst