Bílstjóri sýknaður af beltaleysi
9. nóvember, 2007

Atvinnubílstjóri var sýknaður af ákæru lögreglunnar í Vestmannaeyjum fyrir að vera ekki með bílbelti. Hélt hann því fram að atvinnubílstjórar væru með undanþágu frá því að spenna á sig beltið ef um stuttar vegalengdir væri að ræða.

Það var í júlí síðastliðnum sem lögreglan í Vestmannaeyjum urðu varir við að bílstjóri sendibíls var ekki með bílbeltið. Bíllinn var þá stopp en lögreglan ákvað að fylgjast með því hvað gerðist næst. Úr varð að bílstjórinn ók af stað, án þess að spenna á sig beltin.

Eftir að lögreglan hafði veitt manninum leynilega eftirför í nokkra stund stöðvuðu þeir hann. Þegar þeir bentu honum á beltaleysið játaði hann sök, en sagði jafnframt að honum bæri ekki skylda til þess að vera með beltið.

Maðurinn var í kjölfarið ákærður fyrir brot sitt. Héraðsdómur Suðurlands komst að þeirri niðurstöðu að bílstjórinn þurfti ekki að spenna á sig beltið vegna þess að gjarðir hans féllu undir undanþágu dómsmálaráðuneytis. Þar kemur fram að allir skulu vera með spennt belti nema þegar ekið er í atvinnuskyni þar sem hraði er jafnan lítill og fara þarf úr og í ökutæki með stuttu millibil.

Málskostnaður féll á ríkið og nemur um hundrað og fimmtíu þúsund krónum.

No data was found
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst