Á fundi skólamálaráðs þann 6.nóvember var tekið fyrir bréf frá Kennarafélagi Vestmannaeyja þar sem lýst er yfir áhyggjum vegna starfsaðstöðu og starfslíðan kennara í Barnaskólanum.
Framkvæmdir hafa staðir yfir í Barnaskólanum frá því sumar og samkvæmt heimildum www.eyjar.net frá kennurum í Barnaskólanum eru kennarar í skólanum orðnir langþreyttir á þeirri starfsaðstöðu sem þeir hafa þurft að vinna við frá skólabyrjun.
Í dag er t.d. ekki símakerfi virkt í húsinu og því ekki hægt að hafa samband milli skólastofa eða á skrifstofu skólans. T.d. getur kennar ekki hringt eftir aðstoð ef að eitthvað bjátar á og lyftur verða ekki komnar í skólann fyrr en um jólin.
Þegar kennarar mættu til starfa við skólabyrjun voru iðnarmenn enn að störfum og má segja að iðnarmenn hafi verið samhliða nemendum í skólanum það sem af er skólavetri.
Skólamálaráð ályktar um málið og segist skilja þá aðstöðu sem kennarar starfa við og þakkar þá þolinmæði sem kennarar hafa sýnst í því breytingarferli sem átt hefur sér stað.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst