Kjúklingur með grænmeti, núðlum og cashewhnetum
12. nóvember, 2007

Ég eldaði þessa uppskrift í síðustu viku en þessar góðu uppskrift fékk ég á www.cafesigrun.com en þar má finna mikið af góðum og hollum uppskriftum.
Netið er fullt af skemmtilegum og góðum uppskriftum til að elda og www.cafesigrun.com er gott dæmi um þannig síðu.Það er upplagt að gera þessa uppskrift vel stóra svo maður geti haft hana í matinn tvo daga í röð (og jafnvel í nesti þriðja daginn!!). Það er nefnilega smá maus við að skera grænmetið og svoleiðis og mér finnst alltaf best með svoleiðis mat að útbúa þannig að sé góður afgangur. Þetta er annars mjög saðsamur og hollur réttur og er uppskriftin úr fínni kjúklingabók sem ég á. Ég reyndar set ekki 5 DESILÍTRA af matarolíu eins og á að gera (trúið þið því að maður eigi að setja allt þetta magn???). Það er nefnilega þannig með eggjanúðlur (og flest pasta) að það losar sterkju þegar það hitnar og gerir það “sleipt” og því þarf ekki að mínu mati alla þessa olíu. Ég notaði bara 1 tsk af sesamolíu (til að fá bragðið) og þar með sparar maður 500 hitaeiningar og um 50 gr af fitu í einum rétti!!! Það er allt í lagi að setja eins og eina mtsk af kókosfeiti eða ólífuolíu en annað er óþarfi. Athugið að þið þurfið stóra pönnu, helst wok til að útbúa þessa uppskrift
 
Kjúklingur með grænmeti, núðlum og cashewhnetum
Fyrir 4-5

 • 1 tsk ljós sesamolía (light)
 • 1 msk kókosfeiti eða ólífuolía
 • 1/2 – 3/4 grillaður (helst) kjúklingur, annars steiktur, rifinn í mjóar ræmur. Skinnið ekki notað. Notið “hamingjusaman kjúkling” (þ.e. organic og free range)
 • 1 stór gulrót, skorin í mjóar ræmur
 • 2 paprikur (rauð og gul) skornar í mjóar ræmur
 • 175 gr mangetout (flatar, grænar belgbaunir sem maður getur borðað heilar þ.e. hýðið og baunirnar)
 • 175 gr babymais (enska: baby sweetcorn)
 • 375 gr “medium” eggjanúðlur (sjóðið, síið vatnið frá og kælið í köldu vatni)
 • 75 gr cashewhnetur þurristaðar á pönnu
 • 2 vorlaukar, skornir fínt
 • Ferskt coriander lauf til að skreyta með (má sleppa)

  Fyrir sósuna:

 • 1 1/2 msk kornsterkja (cornflour eða arrow root)
 • 1 hvítlauksgeiri, skorinn niður í smáa bita (mega vera fleiri ef þið viljið)
 • 2 tsk fínt saxað engifer
 • 2 msk ávaxtasykur
 • 6 msk tamarisósa
 • 1 tsk Tabasco sósa (má sleppa og nota þá smá klípu af chillipipardufti eða cayenne pipar í staðinn)
 • 1 teningur af grænmetiskrafti og 450 ml af vatni

  Aðferð:

 • Sjóðið eggjanúðlurnar og sigtið allt vatn frá. Setjið til hliðar.
 • Þurristið cashewhneturnar á pönnu þangað til þær eru orðnar gullbrúnar.
 • Setjið allt hráefni fyrir sósuna, saman í skál og blandið vel saman.
 • Hitið wok pönnu þangað til hún verður brennandi heit.
 • Setjið 1 msk af kókosfeiti eða ólífuolíu og hitið mjög vel. Það ætti að rjúka úr pönnunni.
 • Hitið gulrótarstrimlana í um 2 mínútur.
 • Bætið papriku, mangetout og babymais saman við og setjið á háan hita. Ef vantar vökva
 • Hrærið í sósunni og hellið henni yfir pönnuna.
 • Sjóðið í um 3-4 mínútur.
 • Bætið eggjanúðlunum og kjúklingnum við og hitið vel í 3 mínútur.
 • Bætið cashewhnetunum við og blandið öllu vel saman.
 • Berið fram í djúpum diskum ásamt prjónum.
 • Hellið nokkrum dropum af sesamolíu yfir hverja skál.
 • Skreytið með corianderlaufum ef þið viljið.
 • Það er hægt að sleppa kjúklingnum og setja t.d. kúrbít, eggaldin, sveppi, auka gulrætur eða marinerað, stíft tofu. í staðinn.

Tengdar fréttir

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst