Undarlegt viðtal við bæjarstjóra Vestmannaeyja!
18. nóvember, 2007

Það er annað sem vekur hjá mér ugg og spurningar? þegar bæjarstjórinn okkar segir:” að sér þætti miður hversu mikils misskilnings og rangfærslur gæti í umræðuna um samgöngumál Vestmannaeyja” Hann heldur áfram” Margir Eyjamenn trúa því að það eigi að sigla á litlum bát í höfn byggða af vanþekkingu”?

Ég spyr ? Hvað er lítill bátur? Er það bátur 62.m. langur  ( eftir skýrslu)eða er það báturinn sem Jón Bernóndusson sérfræðingur telur að verði að vera minnst  67.m. langur svo framkvæmdin verði ekki klúðu?

Bæjarstjóri talar um að fullyrt sé að engar rútuferðir verði á milli Bakka og Reykjavíkur?,en  tekur jafnhliða fram að (ólundarfólkið) telji að kosnaður við ferðir frá Bakka verði margfaldur. Ég tel að það þurfi ekki sérfræðing til að reikna út að rútuferð frá Bakka- Reykjavíkur verður  dýrari en rútuferð frá Þorlákshöfn – Reykjavíkur sem í dag kostar 1050.kr.

 Bæjarstjóri telur það  fásinnu að í umræðunni hafi komið fram að ferjan þurfi að geta keyrt á hafnargarðana. Ég spyr? Hefur bæjarstjóri ekki lesið skýrslu Siglingastofnunar? Þar kemur þessi fullyrðing  fram og hefur aðeins komið fram hjá Gísla Viggósyni sérfræðingi Siglingarstofnunar um  Bakkafjöru ,og kom fram á síðasta fundi hans hér í Eyjum.

Bæjarstjórinn gerir lítið úr þeim sem benda á að akstursleiðin frá Bakka til Reykjavíkur sé mun varahugaverðugri en núverandi akstursleið yfir Þrengslin. Þar sem bæjarstjóri á nú sæti í stýrishópi þeim sem fer með málefni Bakkafjöru, vild ég biðja hann um að láta endurmeta áhættumatið sem fram hefur komið vegna siglingaleiðarinnar Vestmannaeyjar-Þorlákshöfn  og Vestmannaeyjar-Bakkafjara og  taka akstursleiðina  inn í það mat. Það hefur ekki verið gert.

 Þessi skrif mín eru aðallega vegna ummæla bæjarstjórans í lok áðurnefnds  viðtals.. Þar segir bæjarstjóri:” Það er því von á að margir séu tvístígandi enda óttinn jafn vinsæl söluvara og skrattinn er veggskraut” Þetta er álit bæjarstjórans á þeim Eyjamönnum sem hafa skapað umræðuna  um framtíðarsamgöngur okkar. Það er ekki gott þegar bæjarstóri dregur fólk í dilka. Úthúðar þeim sem vilja fá svör við spurningum sem enn er ósvarað vegna Bakkafjöru. 

Einu gleymir Elliði að taka fram í þessu viðtali sínu,  mjög margir Sjálfstæðismenn eru á móti Bakkafjöru, og óska eftir íbúakosningu, hvort sem honum líkar það betur eða ver.Bæjarstjórn er kosin hverju sinni  til að framfylgja óskum íbúa bæjarfélagsins. Bæjarstjórn er ekki sjálfseignarstofnun.

Ég bið alla góða vætti að halda áfram að vernda  Eyjarnar okkar fyrir áföllum.” Veggskraut skrattans á ekki heima hjá okkur.” Þetta skilur enginn nema sá sem las umrætt viðtal við núverandi bæjarstjóra Vestmannaeyja.

Hanna Birna Jóhannsdóttir

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst