Vinnumálastofnun vekur athygli á að félagsmálaráðherra auglýsir aukaúthlutun á Styrkjum til atvinnumála kvenna árið 2007. Styrkirnir eru ætlaðir konum sem eru með góða viðskiptahugmynd og stefna á að koma á fót sjálfstæðum atvinnurekstri.
Þessi aukaúthlutn hefur það meginmarkmið að styðja við viðskiptahugmyndir sem fjölga atvinnutækifærum á landsbyggðinni. Allar konur eiga þess hins vegar kost að sækja um styrkinn.
Heildarfjárhæð aukaúthlutunnar 2007 er 15.000.000
Áttu góða viðskiptahugmynd sem fellur að eftirfarandi atriðum ?
Veittir eru stofnstyrkir og þróunarstyrkir
Umsóknareyðublað er rafrænt og er hægt að nálgast það hér .
Áhugasömum konum er bent á að kynna sér reglur um úthlutunina á umsóknarsíðunni.
Upplýsingar um styrkúthlutunina veitir Líney Árnadóttir í síma 582 4900 og á netfanginu: liney.arnadottir@vmst.is
Umsóknarfrestur er til 10. des.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst