Ritstjóri eyjar.net er mikill áhugamaður um matreiðsluþætti og veit fátt skemmtilegra en að sjá góðan matreiðsluþátt. Yfirleitt reynist í framhaldi erfiðara að elda eftir þáttunum en stundum hefur það tekist með góðum árangri. Þessi uppskrift sem er hér að neðan er frá Jóa Fel en hún var í þætti hjá honum fyrir nokkrum mánuðum. Þetta er frábær uppskrift og ekki svo erfið í framkvæmt. Verði ykkur að góðu.Nautalund
Svartur pipar
Salt
Olía og smjör
1dl Portvin
2dl Rjómi
Vorlaukur
Paprika
sykurbaunir
spínat
Kartöflur
Kartöflurnar eru skornar niður í þunnar skífur og steiktar á rifflaði pönnu og bakaðar svo inní ofni,
Kjötið er skorið niður í fínar steikur, saltað og vellt svo upp úr nýmöluðum pipar. Kjötið er steikt uppúr olíu og smöri í c.a fjórar mínútur á hvorri hlið. Kjötið er tekið til hliðar og álpappír settur yfir. Vínið er sett á pönnuna og látið sjóða niður, þá er rjómanum blandað saman við og soðinn í c.a 3-4 mín eða þar til sósan fer að þykkna, kryddið sósuna létt með salti og smá pipar ef vill
Grænmetið er skorið niður létt steikt uppúr smöri og olíu og borið fram með steikinni.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst