ÍBV er í neðsta sæti með ekkert stig en Afturelding er í sjötta sæti með 6 stig, hefur unnið 2 og gert 2 jafntefli.
Afturelding er að spila vel um þessar mundir, hafa gert 2 jafntefli í síðustu 3 leikjum sínum. ÍBV hefur tapað síðust þremur leikjum sínum stórt og lítið verið að ganga upp.
Afturelding spilar mjög góða 6-0 vörn en geta líka spilað 5-1. ÍBV hafa verið að spila 5-1 eftir að Sigþór meiddist en geta nú skipt í 6-0 með Davíð og Sergey.
Sigurður Bragason tekur út sinn fyrsta leik af tveim í banni eftir að hafa séð rautt gegn Haukum. Úkraínu maðurinn Sergey Trotsenko er á leiðini til Íslands og kemur til Eyja í kvöld. Sergey er 30 ára örvhent skytta og mun hann leika sinn fyrsta leik á móti Aftureldingu. Gintaras kemur aftur inn í hópinn eftir að hafa hvílt á móti Stjörnunni í síðasta leik. Svavar Vignis kemur inn í hópinn eftir að hafa hvílt 9 síðustu leiki. Munu þessir þrír leikmenn styrkja ÍBV liðið mjög mikið bæði í vörn og sókn.
ÍBV hefur ekki unnið Aftureldingu í 4 síðustu leikjum, töpuðu öllum 3 leikjunum á móti þeim í 1.deild og töpuðu á móti þeim nú fyrr á árinu. Nú er rétti tíminn til að snúa þessu við taka fast á móti þeim á heimavelli og vinna fyrsta leikinn í deildinni.
Leikmenn ÍBV biðja alla Eyjamenn og stuðningsmenn ÍBV að fjölmenna á leikinn og styðja við bakið á okkur því ekki veitir okkur af. Við lofum ykkur skemmtilegum leik og viljum við hafa ykkur með þegar fyrsti sigurleikurinn kemur. Áfram ÍBV !
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst