Crostini snittur
26. nóvember, 2007

Snittur er frábærar sem forréttur eða til að bjóða upp á í veislum. Ég gef ykkur núna uppskrift að crostini snittum sem eru ítalskar. Ítalir eru frábærir í matargerð og hef ekki enn fengið slæman mat hjá ítala. Þessar snittur eru auðveldar í eldun og undirbúningi og því tekur þessi réttur ekki langan tíma.

Snittubrauð
Parmaskinka
Tómatar
Hvítlaukur
Ferskt basilikum
Oregano
Mozarella ostur
ólífuolía
balsamiko

Skerið niður snittubrauð í um 1 ½ sneiðar og ristið á pönnu eða setið í ofn með örlitlu dassi af ólífuolíu.

Crostini snittur með tómat:
Skerið tómatana í tvennt og hreinsið innan úr þeim kjarnana og þerrið þá með pappír. Skerið því tómatana niður í litla bita og setjið í skál. Pressið hvítlauk og settið út í. Hellið ólífuolíu yfir og kryddið með salti, pipar og þurrkuðu oregano kryddi. Skerið niður ferkst basil og setið í skálina (ef ekki er til ferskt basilikum þá má nota þurkað). Gott er að leyfa þessari tómatblöndu standa í ískáp í einhvern tíma áður en það er sett á brauðið.

Crostini snittur með parmaskinku:
Þegar snittubrauðið er tekið af pönnunni eða úr ofninum er ferskur hvítlaukur skorinn í tvennt og honum rennt yfir brauðið. Með því kemur góður hvítlaukskeimur á brauðið.
Leggið fallega parmaskinkuna yfir brauðið.

Crostini snittur með tómötum og mozarella:
Skerið tómatana og ostinn í sneiðar. Leggið á snittubrauðið og stráið yfir fersku basilikum ásamt slettu af ólífuolíu og balsamiko.

Gott er að bjóða upp á gott Pino Grigio hvítvín með snittunum.

Verði ykkur að góðu
kv
Kjartan Vídó

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst