Góður árangur hjá yngri flokkum Hnefaleikafélags Vestmannaeyja

Yngri flokkur hnefaleikafélags Vestmannaeyja fór uppáland að keppa  þann  18 nóvember. Í svo kölluðu diplóma boxi sem er semi-contact box, sem fer aðalega eftir stíl og fótaburði. Þannig foreldrar þurfa ekki að hafa áhyggjur að krakkarnir þeirra fá meiðsli af völdum hnefaleikana. Dómarinn passar líka uppá höggþunga og að strákarnir eru ekki að meiða.Það kepptu 4 strákar frá HFV.
Ari Brynjarsson
Friðbjörn Sævar Benónýsson
Gunnar rafn ágústson 
Sæþór Birgir Sigmundsson

Strákarnir þurftu að keppa á móti mun reyndari strákum sem hafa verið að æfi frá 1 uppí 2 ár og höfðu sumir 4 – 6 bardaga á baki sér.
Þótt að yngri flokkur HFV sé rétt ný byrjaður og er búinn að vera starfandi í næstum 3 mánuðu komum við til baka með tvo sigra.

Voru það þeir Sæþór Birgir og Friðbjörn Sævar sem náðu að sigra andstæðinga sýna. Sæþór fékk 15 af 27 mögulegum stigum og Friðbjörn fékk 15,5 stig af 27 mögulegum. Tek ég það fram að engin á Íslandi hefur fengið 27 enda diplóma box tiltölulega nýtt í box heiminum á klakanum. Einnig stóðu Ari og Gunnar sig frábærlega vel og náðu að standa vel á móti sitthvorum reynsluboltanum. Enda er þessir strákar enginn lömb að leika sér við.  

Nýjustu fréttir

Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.