Saumaklúbbur einn úr Vestmannaeyjum brá sér upp á fastalandið yfir síðustu helgi og var áætlunin að fara á jólahlaðborð á Hótel Loftleiðum. Ein af tengdadætrum Vestmannaeyja Marentza Paulsen sér um jólahlaðborðið á Lofteiðum eins og undanfarin ár og er jólahlaðborðið hennar þekkt fyrir mikinn glæsileika.
Þegar saumaklúbburinn var staddur á jólahlaðborðinu þá eru makar þeirra kvenna sem í saumaklúbbnum eru kallaðir upp til að taka lagið. Eftir mikið uppklapp þá gáfu karlmennirnir sig og sungu nokkur lög með Helgu Möller og Magga Kjartans.
Stemningin var svo mikil hjá körlunum að konurnar ætluðu aldrei að ná þeim niður af sviðinu í lokin. Í salnum voru gestir frá Færeyjum, Noregi auk nokkurra Íslendinga og samkvæmt heimildum eyjar.net voru gestir staðarins yfir sig hrifnir af söngnum og sagði einn gesta að “þar sem Vestmannaeyingar eru að skemmta sér þarf ekki að taka tappa úr flösku.
Munu karlarnir sem tóku lagið þetta kvöld vera að skoða það alvarlega að gefa út plötu næstu jól með Helgu Möller og eru samningaviðræður hafnar milli þeirra um málið.
Fleiri myndir má sjá hér
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst