Bakkafjara, nýjustu fréttir.
28. nóvember, 2007

Að undanförnu hef ég heyrt í mörgum eyjamönnum og sýnist mér að mikill meirihluti eyjamanna sé á móti bakkafjöru. Nokkrar ástæður hafa verið nefndar en flestar hef ég nefnt áður. Nýjasta nýtt er í sambandi við útboðið þar sem nú er ljóst að vestmannaeyjabær mun verða í loka útboði og er það von okkar allra held ég að við fáum að reka þetta eftir eigin höfði. Sumir hafa reyndar bennt á að þá gæti þetta orðið þungur fjárhagslegur baggi á okkur en það kemur allt í ljós. Að gefnu tilefni þá hef ég tekið þá ákvörðun að hætta að vitna í fólk nema ef það biður um það sérstaklega.

fyrir því eru margar ástæður en kannski fyrst og fremst að ég hef orðið var við það að fólk er svolítið hikandi við að segja sýna skoðun. Nýjustu upplýsingar um væntanlega ferju er eftir því sem mér er sagt að í dag sé upp undir 4 ára bið eftir vélum í þessa stærð af skipum og samkvæmt því þar sem hvorki er búið að hanna né byggja bakkaferjuna þá eru allavega 4-5 ár að lámarki í þá ferju. Nú er komin upp sú staða að menn eru að ræða þann möguleika að nota núverandi Herjólf í bakkaferjuhöfn sem þýðir að þá verður að dýpka hana mun meira en gert var ráð fyrir í upphafi enda sagði Gísli Viggósson þegar spurt var að í fundinum í febrúar síðastlinum að sennilega kæmist núverandi Herjólfur ekki inní bakkafjöruhöfn vegna þess að hann risti of djúpt en hvernig þetta verður verður líka að koma í ljós.

Eitt af því sem hefur vakið mesta athygli mína á spjalli við fólk að undanförnu er hversu margir eyjamenn eru á þeirri skoðun sem að við á F lista vorum í kosningunum vorið 2006, að best hefði verið að fara strax í að fá nýjan og hraðskreiðari Herjólf á meðan að vinna á öðrum valkostum væri í gangi (göng eða bakkafjara). Þetta kemur mér ekki á óvart því þetta var nákvæmlega það sem ég hafði hugsað mér fyrir einu og hálfu ári síðan, enda var hvorki búið að klára rannsóknir þá frekar en núna varðandi göng eða bakkafjöru. Svo það má kannski segja sem svo að fólk er lengi að taka við sér svo ég tali nú ekki um bæjarstjórnar meirihluta sjálfsstæðisflokksins en það er nú bara svo, sumir þurfa alltaf fyrst að reka sig á, en vonandi verður þessi bakkafjara bara í lagi.

Georg bloggar á http://www.georg.blog.is

 

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst