Í dag birtum við gómsæta uppskrift af lúðusteik en þessar góðu uppskrift fékk ég hjá vinkonu minni sem upphaflega fékk uppskriftina á femin.is. Þetta er skotheld uppskrift enda lúða herramansmatur.
Fyrir 4
1 sítróna
4 sneiðar stórlúða
3 msk. ólífuolía
1 laukur, skorinn í sneiðar
1 rauð paprika, söxuð
2 sellerístönglar, saxaðir
175 g kúskús
3 dl grænmetiskraftur
1 dós kjúklingabaunir
2 msk.söxuð, fersk kóríanderlauf
¼ tsk. cayennepipar
salt og svartur pipar eftir smekk
Skerið fjórar sneiðar af sítrónunni og kreistið safann úr því, sem eftir er af henni í litla skál. Penslið lúðuasneiðarnar beggja megin, með hluta af olíunni. Hitið 1 msk. af olíunni potti og mýkið laukinn, paprikuna og selleríið í henni, þar til laukurinn er gulbrúnn að lit. Setjið kúskúsið út í og hellið grænmetissoðinu saman við. Bætið kjúklingabaunum, kóríander, cayennepipar,salti og pipar út í og hrærið vel. Látið standa í 5-6 mínútur eða þar til kúskúsið hefur sogað í sig allan vökvann. Glóðarsteikið lúðusneiðarnar á báðum hliðum, blandið því, sem eftir er af olíunni saman við sítrónusafann og hellið yfir fiskinn. Berið fram með kúskúsinu
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst