Mér var sögð eftirfarandi saga sem hún væri sönn, og hef ég enga ástæðu til að rengja sögumanninn. En svo var að einn daginn pikkaði ungur drengur í móður sína og spurði hvernig hárið á Guð væri, hvort það væri slétt eða krullað. Þetta var svo sem ekkert óvanalega spurning, enda fjölskyldan trúuð, og trúmál mikið rædd á heimilinu. Eftir stutta umhugsun sagði móðirin syni sínum að Guð hefði bæði slétt hár og krullað. Þar með var fróðleiksfýsi drengsins ekki svalað, því hann spurði að bragði:„En mamma, hvort er Guð svartur eða hvítur?“. Móðirni hugsaði sig um örskotstund og svaraði því svo til að Guð væri bæði hvítur og svartur. Þá spurði stráksi: „En mamma, hvort er Guð karl eða kona?“. „Hann er bæði” svaraði móðirin um hæla. Þá kom undarlegur en spekingslegur svipur á þann stutta sem spurði þá móður sín „Mamma, er Michael Jackson Guð?“.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst