Erfiðustu andstæðingar eru bræðurnir Elliði og Svavar Vignis. Það er nánast vonlaust að vinna menn sem spila alltaf eftir eigin reglum.
17. desember, 2007

Í dag birtum við leikmannakynningu úr körfuboltanum en sá sem gefur lesendum eyjar.net upplýsingar um sjálfan sig er Arnsteinn Ingi Jóhannesson. Arnsteinn er einn af máttarstólpum ÍBV í körfubolta og hefur tekið þátt í uppbyggingu körfuboltans í Vestmannaeyjum síðustu ár.

Fullt nafn:
Arnsteinn Ingi Jóhannesson

Fæðingarár -og staður: 
14. desember 1974 á Akureyri þar sem ég ólst upp og bjó til tvítugs.

Fjölskylduhagir & foreldrar:
Er giftur Páleyju Borgþórsdóttur og eigum við framtíðarleikstjórnandann Borgþór Eydal og verðandi fyrirliða fyrsta kvennaliðs ÍBV í meistaraflokki í körfubolta Andreu Dögg. Foreldrar mínir eru Jóhannes Axelsson og Sigrún Arnsteinsdóttir og búa þau á Akureyri eins og systkini mín.

Búseta:
Heiðarvegur 13 í Eyjum.

Atvinna:
Starfa sem íþróttakennari við Grunnskóla Vestmannaeyja ásamt hliðarstörfum sem eru íþróttakennsla leikskólabarna bæjarins og kennsla við Golfskóla GV.
 
Áhugamál:
Þau eru misjöfn eftir tíð og tíma. Fjölskyldan og vinir fá sinn tíma eftir að ég lauk námi en helst ber að nefna að ég er mikill golffíkill og nota hvert tækifæri til að spila með vinum og kunningjum. Körfubolti og fótbolti hafa frá barnæsku skipað stóran sess í lífi mínu. Þjálfun barna í íþróttum er mér mikilvæg og ætla ég mér langt á þeim vettvangi. Ljósmyndun er nýjasta æðið og svo hef ég afskaplega gaman af því að starfa með félögum mínum í Kiwanis.

Staða á vellinum:
Ég er upprunalega skotbakvörður en hef mikið spilað sem leikstjórnandi eftir að ég gekk til liðs við ÍV/ÍBV.

Hæð:
185,5 í skóm 😉

Ferill:
Byrjaði að æfa körfubolta með Þór Akureyri þegar ég var 8 ára. Fáir æfðu þessa íþrótt á þeim tíma og þegar ég kom til Eyja minnti staða körfunnar hér um margt á stöðu hennar fyrir norðan þessi fyrstu ár mín í boltanum. Ég spilaði minn fyrsta meistarflokksleik 16 ára gamall á móti Keflavík og var í úrvals- og fyrstu deild með Þórsurum til tvítugs. Þá elti ég konuna til Eyja og tók þátt í að endurvekja Íþróttafélag Vestmannaeyja sem var grunnurinn að körfuboltafélagi okkar Eyjamanna. Þá tók við ½ ár í háskólabolta í Þýskalandi og eftir að ég fór suður í nám lék ég í eitt ár með ÍS í fyrstu deildinni. Gilli Geirs. og Víðir læknir fengu mig svo til að spila á ný með ÍV og var stefnan sett upp í 1. deild. Það tókst og hef ég leikið með liðinu síðan ásamt því að þjálfa það fjögur tímabil og koma að rekstri þess í nokkur ár.

Markmið í lífinu:
Að leggja mitt af mörkum til að komandi kynslóðir verði hæfar til að gera samfélag okkar enn betra.

Mottó:
Reyndu og þú færist nær takmarkinu.

Minnistæðasti leikur:
Sigrar sem maður hefur sjálfur átt stóran þátt í standa ávallt upp úr. Ég man vel eftir nokkrum en leikur einn á æfingamóti í Borgarnesi milli jóla og nýárs árið 1993 er leikur sem ég man nánast ennþá í smáatriðum. Þar spiluðum við Þórsarar gegn KR-ingum sem þá höfðu nýverið fengið til sín landsliðsmann og fyrirmynd mína í körfunni, Fal Harðarson, frá Bandaríkjunum þar sem hann spilaði í háskólaboltanum. KR var þarna í úrvalsdeild en við í 1. deildinni og því þótti það tíðindum sæta að við skyldum rúlla þeim upp með um 20 stigum. Meðal leikmanna KR voru David Grissom sem þjálfaði síðar ÍV og einnig Friðrik okkar Stefánsson. Ég átti einn minn besta leik á ferlinum þar sem ég setti niður nánast öll skot og skoraði um 25 stig. Minnisstæðast var þó að varnarleikur minn lét Fal líta út eins og byrjanda. Hann rúllaði mér samt upp þegar við mættumst ári seinna í úrvalsdeildinni og gleymist sá leikur líka seint.

Erfiðasti andstæðingurinn:
Bræðurnir Elliði og Svavar Vignis. Það er nánast vonlaust að vinna menn sem spila alltaf eftir eigin reglum. Af þeim sem kunna körfubolta var Keflvíkingurinn Bobby Walker ótrúlega góður og Einar Hólm Davíðsson, vinur minn, var flottur varnarmaður.

Hver er grófastur í liðinu:
Pálmi hefur beittustu vopnin og notar þau óspart.

Besti körfuknattleiksmaður fyrr og síðar:
M. Jordan þarf ekki að kynna fyrir fólki en hann stendur John Stockton jafnfætis.

Besti körfuknattleiksmaður sem Ísland hefur alið af sér:
Valur Ingimundarson er vafalítið besti leikmaður efstu deildar fyrr og síðar. Tölfræði hans er ógnvænleg og var hann ennþá mjög góður um fertugt. Jón Arnór Stefánsson er síðan að gera gríðarlega góða hluti erlendis og er mjög vanmetinn vegna takmarkaðrar fjölmiðlaumfjöllunar.

Uppáhaldslið:
ÍBV, Þór Akureyri, Utah Jazz og Orlando Magic.

Er framtíðin björt í körfuboltanum hjá ÍBV:
Félagið hefur náð langþráðu jafnvægi í rekstrinum og kemur margt gott fólk að starfinu í dag. Slíkt er auðvitað forsenda frekari framfara en þær hafa verið miklar hjá félaginu sl. tvö ár. Yngri flokkarnir verða sífellt fleiri og það hlýjar manni um hjartarætur að vita til þess að félagið bjóði ungviði bæjarins fleiri afþreyingarvalkosti en áður. Starfsemin mun því halda áfram að eflast nk. ár og vafalítið ala af sér framtíðar leikmenn sem og framtíðar félagsmenn sem halda öllu starfi gangandi.

Ég hef þó áhyggjur af því að félagið muni ekki eiga möguleika á því að spila í efstu deild næstu 20 árin ef ekki verður sett parket í gamla sal Íþróttamiðstöðvarinnar. Gólfið er komið á tíma og fyrirhugað að skipta því út á næsta ári. Körfuknattleikssamband Íslands setur þær kröfur að spilað sé á parketi í úrvalsdeild þar sem meiðslahætta er mun minni en á dúk skv. rannsóknum. Skiptir þá engu hvort um er að ræða iðkun körfu- eða handknattleiks. Hver veit hvort sömu kröfur verið gerðar á leiki í 1. deild sem við munum vafalítið spila í á næstu árum. Framtíð félagsins mun því vafalítið standa og falla með vali bæjaryfirvalda á gólfefni.

Hvernig líst þér á liðið í vetur:
Mjög vel. Við erum að styrkjast með tilkomu nýrra leikmanna sem gerir okkur enn líklegri til að tryggja okkur sæti í 1. deild að ári. Yngri strákarnir sem eru ekki nema 15 ára hafa komið mér verulega á óvart og eru okkur mikilvægir leikmenn. Liðið nær fáum æfingum þar sem allir eru samankomnir og því byggist sóknarleikur okkar mikið á framtaki fárra leikmanna. Ég hef trú á því að við förum upp í vor og æfingahópurinn hér í Eyjum verði nógu stór næsta vetur til að æfa eðlilega, þ.e. á einum stað. Þökk sé öflugu yngri flokka starfi og duglegum Eyjakonum sem eru í akkorði við að flytja inn sterka körfuknattleiksmenn!

Í hvaða sæti mun ÍBV enda í vetur ?
Sigurvegarar!

 

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.