Grunaður um íkveikju en neitar staðfastlega
17. desember, 2007

Karlmaður á tvítugs aldri, sem situr í gæsluvarðhaldi í Vestmannaeyjum, grunaður um íkveikju í húsnæði Fiksiðjunnar fyrir helgi, neitar staðfastlega sök. Varðhaldsúrskurður rennur út í dag. Að sögn Lögreglu segist hann hafa verið í húsinu skömmu áður en eldsins varð vart, en neitar að hafa kveikt þar í.

Eins og fram kom í fréttum okkar fyrir helgi hafa unglingar haft húsnæðið til afnota, meðal annars til hljómsveitaræfinga, en til stóð að loka því í dag, þar sem unglingar voru farnir að safnast þar saman til áfengis- og fíkniefnaneyslu

Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst